CCQ gæðastjórnunarkerfi / Justly Pay

Tilgangur og eðli vinnslu

Vinnsluaðili (Origo) sér um hýsingu á kerfinu. Þá hefur Origo eftir atvikum aðgang að upplýsingum í kerfinu í tengslum við þjónustu og tæknilega aðstoð. 

Flokkar skráðra einstaklinga og flokkar persónuupplýsinga

Unnið er með þær persónuupplýsingar sem ábyrgðaraðili (Þjónustukaupi) setur inn í kerfið. Þær upplýsingar og flokkar skráðra einstaklinga sem einkum koma til greina eru eftirfarandi, eftir því hvaða einingar og virkni CCQ gæðastjórnunarkerfis/Justly Pay eru notaðar:

 

Í tengslum við allar einingar CCQ gæðastjórnunarkerfisins/Justly Pay:

·         Nafn og notendanafn notenda kerfisins

·         Netfang notenda kerfisins

·         Heimildir notenda og aðgangsstýringar

·         Næsti yfirmaður og vinnuveitandi notenda kerfisins

·         Stillingar sem hver notandi hefur valið

 

Í tengslum við hæfnistjórnun í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:

·         Ferlisskrá starfsfólks/verktaka

·         Menntun starfsfólks/verktaka

·         Þjálfun og námskeið starfsfólks/verktaka

·         Réttindi starfsfólks/verktaka

 

Í tengslum við úttekt í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:

·         Frávikaskráning

 

Í tengslum við eignaskrá í CCQ gæðastjórnunarkerfinu:

·         Upplýsingar um samninga ábyrgðaraðila

·         Upplýsingar um búnað og aðrar eignir, eftir atvikum niður á einstaklinga

 

Í tengslum við ábendingareiningu CCQ gæðastjórnunarkerfisins:

·         Samskiptaupplýsingar þess sem sendir inn ábendingu, eftir því sem við á

·         Efni ábendinga, s.s. slysaskráningar, næstum því frávik, atvik o.s.frv. Tekið skal fram að í ábendingum kunna að koma fram viðkvæmar persónuupplýsingar, eftir því í hvaða tilgangi ábyrgðaraðila nýtir eininguna.

 

Í tengslum við Justly Pay:

·         Efni jafnlaunaábendinga

·         Efni úttekta og/eða frávikaskráninga

 

Auk ofangreindra upplýsinga safnar kerfið upplýsingum um aðgerðarskráningar notenda kerfisins. 

Undirvinnsluaðilar

IBM Danmark ApS

·         Hýsing á CCQ gæðastjórnunarkerfinu og Justly Pay.

·         Hýsingin á sér stað í Þýskalandi (Frankfurt) og Bretlandi(London).

Syndis ehf.,KT: 580113-0600, Borgartúni 37, 10 Reykjavík (dótturfélag vinnsluaðila).

·         Sérhæfð öryggisþjónusta og ráðgjöf, vöktun á vöktunarkerfi vinnsluaðila, Þjónusta á log-management kerfi vinnsluaðila

Miðlun upplýsinga utan EES 

Bretland (hýsing hjá IBM). 

·         Athugið að Bretland er öruggt ríki og flutningur þangað því heimilaður án frekari ráðstafana.